Andri Már Bryde
Ég heiti Andri Már Bryde, fæddur á Íslandi þann 13. nóvember 1995 og stundaði grunnskólanám í Borgarskóla, sem nú heitir Vættaskóli.
Í æsku hafði ég mikinn áhuga á listum og teikningu og það skipti sköpum þegar ég valdi að fara í Borgarholtsskóla til að stunda framhaldsnám á margmiðlunarbraut. Ég fékk smá reynslu með þeim og útskrifaðist þaðan.
Ég fór á vinnumarkað síðar eftir mikla erfiðleika með að ákveða það sem ég vildi gera. Ég var ekki að vinna við neitt draumastarf í tengslum við margmiðlun og var það ósköp venjulegt og þreytandi starf. Því miður tók ég einnig hlé í listsköpun í 3–4 ár meðan ég var í vinnu, vegna þess að það var erfitt að halda áhugamálum í því starfi.
Eftir Covid skallt á ákvað ég að nýta tækifærið og skrá mig í Tækniskólann til að uppfæra þekkingu mína og prófa nýja hluti eins og bókband og grafíska miðlun á ný.
Follow me on Twitter
Follow me on Flickr